Jólastjarnan

JÓLASTJARNAN 2017:

JolagestirPersJolastjarnan_closesq

Hinn ellefu ára gamli Arnaldur Halldórsson bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni 2017. Arnaldur er fjörugur ungur drengur sem dreymir um að verða leikari, söngvari og dansari þegar hann verður fullorðinn og lítið spenntur fyrir því að sitja fyrir framan tölvu allan daginn. Hann gengur í Mýrarhúsaskóla en hann lætur sér aldeilis ekki leiðast utan skólans: Hann stundar leiklist í leiklistarskóla Borgarleikhússins, ballett í Listdansskóla Íslands, stökkfimleika í Gróttu, dans hjá Chantelle Carey og hefur mikinn áhuga á kvikmyndagerð, en hana stundar hann í frístundamiðstöðinni Selinu.

Arnaldur flutti í prufunum lögin Heyr mína bæn með Ellý Vilhjálms og Ég hlakka svo til með Svölu en nú í kvöld syngur hann „Dag einn um jólin“ sem Stevie Wonder gerði frægt á sínum tíma.

1. þáttur hér
2. þáttur hér

Frétt á Vísi eftir fyrsta þáttinn hér Frétt á Sena.is um þáttökuna hér 

Þau 12 sem komust í úrslit 2017:

Alexandra Magnúsdóttir - 13 ára
Arnaldur Halldórsson - 11 ára
Bjarni Gabríel Bjarnason -  9 ára
Eydís Eik Sigurðardóttir 10 ára
Guðrún Steinunn Sigurgeirsdóttir - 14 ára
Helga Sonja Matthíasdóttir 14 ára
Jóhanna Karen Haraldsóttir - 14 ára
Júlía Guðrún Lovisa Henje - 12 ára
Rakel Björgvinsdóttir - 13 ára
Rannveig Lilja Sigurðardóttir - 13 ára
Sóley Jóhannesdóttir - 11 ára
Sæþór Elí Bjarnason - 13 ára

GUÐRÚN LILJA DAGBJARTSDÓTTIR 2016

Hin níu ára gamla Guðrún Lilja frá Grindavík hefur hreppt titilinn Jólastjarnan 2016! Vísir, Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena Live stóðu fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga sjötta árið í röð og mun Guðrún Lilja koma fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 10. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Dómnefndina í ár skipuðu: Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún. 

Við þökkum öllum þeim hæfileikaríku krökkum sem skráðu sig í Jólastjörnuna 2016 kærlega fyrir þátttökuna. 
Leitin að Jólastjörnunni 1. þáttur  
Leitin að Jólastjörnunni 2. þáttur 
Leitin að Jólastjörnunni 3. þáttur 

HÁLFDÁN HELGI MATTHÍASSON árið 2015

Hálfdán Helgi Matthíasson bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni 2015 en hún er valin í tengslum við stórtónleikana Jólagestir Björgvins sem haldnir eru í Laugardalshöll í desember á hverju ári. Úrslitin voru kynnt í Íslandi í dag nú fyrir stundu. Hálfdán Helgi var valin úr hópi um tvö hundruð barna sem sóttu um með því að senda myndbönd inn á Vísi. Úr þeim hópi valdi dómnefndin 12 keppendur sem kepptu til úrslita. Hálfdán Helgi flutti lagið Jólin eru að koma sem upphaflega mátti heyra í flutningi Í svörtum fötum og gerði það stórkostlega. Hálfdán kom fram á stóra sviðinu á Jólagestum Björgvins 2015. 

SIGURVEGARINN árið 2014

Jólastjarnan 2014 var Gunnar Hrafn Kristjánsson, 11 ára drengur, nemandi í Salaskóla í Kópavogi. Hann er sonur þeirra Kristjáns Gíslasonar og Elínar Grétu Stefánsdóttur. Gunnar Hrafn varð landsþekktur þegar hann lék eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni og fer nú með hlutverk Sigga sæta í Latabæ í Þjóðleikhúsinu. Gunnar stígur á svið ásamt hinum jólagestunum í Höllinni þann 13. desember. 
Smeltu hér til að sjá Gunnar í úrslitunum Sigurvegaranum færð tíðindin

SIGURVEGARINN árið 2013

Jólastjarnan 2013 var Eik Haraldsdóttir, fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur sungið í barnakór í mörg ár og er að læra á óbó í tónlistarskólanum á Akureyri.  Jólastjarnan í Íslandi í dag

SIGURVEGARINN árið 2012

Stella Kaldalóns sigraði keppnina árið 2012, sem kom henni ánægjulega á óvart en skólasystkini hennar voru aldrei í vafa um að hún myndi vinna. Margrét Stella flutti meðal annars jólalagið sívinsæla Ég hlakka svo til á tónleikunum það árið.

SIGURVEGARINN árið 2011

Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrstu keppninni og kom fram þann 3. desember 2011 í Höllinni ásamt Björgvini Halldórssyni og jólagestum hans. Aron Hannes er frá Grundarfirði og hefur sungið og komið fram á sviði frá 5 ára aldri. 
ELDRI ÞÆTTIR
Sigurvegarinn afhjúpaður Seinni prufuþátturinn Fyrri prufuþátturinn Horfa á myndböndin á Vísi


Skráðu þig á póstlistann


Þetta vefsvæði byggir á Eplica